Lagður fram samningur vegna stofnunar Hollvinasamtaka Fabey, en tilgangur félagsins er er að koma á fót og reka stafræna smiðju, FabLab í Eyjafirði. Með rekstri á stafrænni smiðju FabLab í Eyjafirði er stefnt á að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni fyrirtækja, menntastofnana og nemenda.