Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 21. september 2015:
Kynnt erindi dagsett 4. september 2015 frá Hildi Óladóttur aðstoðarleikskólastjóra á Pálmholti þar sem óskað er eftir heimild fyrir tímabundnu tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti veturinn 2015-2016.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2016.
Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í febrúar 2016 stöðuskýrslu um reynslu af verkefninu, sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.