Bæjarráð

3472. fundur 17. september 2015 kl. 08:30 - 12:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Logi Már Einarsson S-lista boðaði forföll og einnig Sigríður Huld Jónsdóttir varamaður hans.

1.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstrarúttekt

Málsnúmer 2015090082Vakta málsnúmer

Verkefnistillaga vegna úttektar á rekstri ÖA.

Arnar Árnason frá KPMG mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði verkefnistillöguna.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir verkefnistillöguna og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við KPMG um úttektina.

2.Lánsfjármögnun - skuldabréfaútboð

Málsnúmer 2012060019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. september 2015 frá fjármálastjóra um lántöku ársins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Íslensk verðbréf hf um að annast sölu á bréfum fyrir Akureyrarbæ á skuldabréfamarkaði.

Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu skuldabréfa fyrir allt að 650.000.000 króna að nafnverði með stækkun á skráðum flokki, AKU 10 1, hjá Nasdaq OMX á Íslandi, og felur fjármálastjóra að annast útgáfuna.

3.Lindasíða 4-402 - kaup á leiguíbúð

Málsnúmer 2015090058Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 11. september 2015:

Lagt fram samþykkt kauptilboð í eignina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kauptilboðið.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

4.Mannauðsráðgjafi - starfslýsing

Málsnúmer 2015090081Vakta málsnúmer

Lögð fram starfslýsing vegna mannauðsráðgjafa.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að ganga frá starfslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og felur honum að auglýsa starfið.

5.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

Málsnúmer 2015070059Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti niðurstöðu kerfisbundinnar endurskoðunar starfsmats sveitarfélaga.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Málsnúmer 2015090096Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 16. september 2015 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. september nk. á netfangið postur@irr.is.

Sjá nánar á heimasíðu ráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29385

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um tekjustofna sveitarfélaga og mikilvægi þess að auka hlut sveitarfélaga í skatttekjum hins opinbera.

7.Kynning á ábyrgðarmörkum og siðareglum kjörinna fulltrúa og nefndarmanna

Málsnúmer 2014070048Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir reglur um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa.

8.Fjárlaganefnd Alþingis - fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015 og þingmönnum kjördæmisins

Málsnúmer 2015090061Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2015 þar sem fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016. Fundadagar eru áætlaðir fyrir hádegi dagana 23. september og 5., 7. og 9. október. Auk þess er gert ráð fyrir fjarfundum eftir hádegi 9. október. Mælt er með því að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulag. Hver fundur stendur í 15-20 mínútur. Þeir fulltrúar sem óska eftir fundi eru beðnir um að hafa samband við fulltrúa fjárlaganefndar, Aðalbjörgu Rós Óskarsdóttur á netfanginu aro@althingi.is eins fljótt og verða má.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að panta tíma hjá fjárlaganefnd Alþingis.

9.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2015

Málsnúmer 2015090060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. september 2015 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 23. september nk. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs, Guðmundi Baldvini Guðmundssyni, að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:27.