Fjárlaganefnd Alþingis - fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015 og þingmönnum kjördæmisins

Málsnúmer 2015090061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3472. fundur - 17.09.2015

Erindi dagsett 10. september 2015 þar sem fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016. Fundadagar eru áætlaðir fyrir hádegi dagana 23. september og 5., 7. og 9. október. Auk þess er gert ráð fyrir fjarfundum eftir hádegi 9. október. Mælt er með því að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulag. Hver fundur stendur í 15-20 mínútur. Þeir fulltrúar sem óska eftir fundi eru beðnir um að hafa samband við fulltrúa fjárlaganefndar, Aðalbjörgu Rós Óskarsdóttur á netfanginu aro@althingi.is eins fljótt og verða má.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að panta tíma hjá fjárlaganefnd Alþingis.