Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

425. fundur 12. desember 2012 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Langahlíð 26 - mæling á lóð, lóðarsamningur

Málsnúmer BN070365Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. ágúst 2007 þar sem Einar Ingi Einarsson óskar eftir að lóðin við hús hans að Lönguhlíð 26 verði mæld upp og gerður lóðarsamningur.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að gera nýjan lóðarsamning í samræmi við samþykkt deiliskipulag. 

2.Neðri-Sandvík lóð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi v/endurbyggingar þaks sundlaugarinnar í Grímsey á lóð Neðri-Sandvíkur. Meðfylgjandi eru sérteikningar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Skipagata 9 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012110185Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2012 þar sem Helgi Óskarsson f.h. Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður, kt. 550667-0299, óskar eftir leyfi vegna breytinga innanhúss á lóð nr. 9 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Hafsteinsson. Innkomnar teikningar 10. desember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Sómatún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sverris Gestssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 29 við Sómatún. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningar heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2 Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Strandgata 12 - Menningarhúsið Hof - byggingarleyfi

Málsnúmer BN050975Vakta málsnúmer

Innkomnar reyndarteikningar af Menningarhúsinu Hofi, Strandgötu 12, eftir Sigurð Hallgrímsson, mótteknar 23. febrúar, 30. júlí og 4. desember 2012. Innkomin brunahönnun 4. desember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Tjarnartún 21 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Björns Ómars Sigurðarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu nr. 21 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningar heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U - gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Skipagata 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjöstjörnunnar ehf., kt. 501298-5069, og Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, sækir um byggingarleyfi v/stækkunar og breytinga á húsi nr. 5 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar.
Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.4.12. Í byggingum sem eru 3 hæðir eða hærri skal vera lyfta.
2. Gr. 6.1.3. og gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.4.7. og gr. 6.4.8. Um breidd stigapalla og stiga.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Borgarsíða 29 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN050421Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. desember 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Grétars Óla Ingþórssonar sækir um breytingar á innra skipulagi á húsi nr. 29 á Borgarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Sótt er um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.5. Breyting á þegar byggðu mannvirki eða breytt notkun.
2. Gr. 9.2.5. Staðfesting brunavarna vegna breytinga á þegar byggðum mannvirkjum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Brekatún 2 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Brekatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson innkomnar 11. desember 2012 og brunahönnun frá Eflu dagsett 28. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.