Erindi dagsett 4. desember 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Björns Ómars Sigurðarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu nr. 21 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningar heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U - gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.