Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

394. fundur 24. apríl 2012 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Brekkugata 27a - umsókn um breytingu á notkun

Málsnúmer 2012040072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Börkur Þór Ottósson f.h. Sæmundar Arnars Pálssonar og Guðbjargar Þóru Ellertsdóttur óskar eftir breyttri notkun á matshluta 02 að Brekkugötu 27b, sem er skráð sem bílskúr en verður breytt í gistirými. Meðfylgjandi eru teikningar og skráningartafla eftir Börk Þór Ottósson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Klettatún 11 - umsókn um girðingu á lóðarmörkum

Málsnúmer 2012040075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Hreinn Andrés Hreinsson og Jóhanna Sigurjónsdóttir óska eftir að girða lóð sína að Klettatúni 11 á lóðarmörkum við Hólatún 24 og óbyggða lóð að Hólmatúni 3-5. Einnig er sótt um að byggja geymsluskúr í suð-vesturhorni lóðarinnar. Meðfylgjandi er afstöðumynd, loftmynd og skriflegt samþykki lóðarhafa að Hólatúni 24 og Hólmatúni 3-5.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Eiðsvallagata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir anddyri

Málsnúmer 2012010357Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Andrésar Magnússonar sækir um leyfi til að byggja nýtt anddyri og tröppur við hús sitt að Eiðsvallagötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Daggarlundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012040090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Hjörvars Valdemarssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur sækir um leyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 16 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er sótt um undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 8.5.2. Gler.
4. Gr. 10.5.3. Varnir vegna úrkomu.
5. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

5.Hólabraut 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2012 þar sem Heimir Guðlaugsson sækir um að vera byggingarstjóri við stækkun svala að Hólabraut 18.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Grundargata 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer BN100224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. september 2010 þar sem Gunnar Möller leggur fram fyrirspurn um leyfi fyrir viðbyggingu og endurbótum á húsi sínu að Grundargötu 4. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki annarra eigenda hússins og næstu nágranna, einnig ljósmyndir og teikningar.

Breyting á deiliskipulag hefur tekið gildi og skipulagsstjóri bendir á að hægt er að sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu í samræmi við skipulagið.

7.Klettaborg 35 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011070053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júlí 2011 þar sem Halldór Gunnarsson og Björg Dagbjartsdóttir sækja um stækkun á lóð sinni að Klettaborg 35 til austurs um 8 metra. Meðfylgjandi er afstöðumynd og nánari skýringar.

Skipulagsstjóri samþykkir lóðarstækkun í samræmi við núgildandi deiliskipulag. Lóðarskrárritara er falið að útbúa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði.

8.Klettaborg 41 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2011 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Sigursteins Þórssonar óskar eftir stækkun á lóðinni Klettaborg 41 um 5 metra til norðurs. Einnig er óskað eftir að stækkunin nái að austanverðu fram að götu.

Skipulagsstjóri samþykkir lóðarstækkun í samræmi við núgildandi deiliskipulag. Lóðarskrárritara er falið að útbúa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði.

Fundi slitið - kl. 14:10.