Erindi dagsett 18. apríl 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Hjörvars Valdimarssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 16 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er sótt um undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 8.5.2. Gler.
4. Gr. 10.5.3. Varnir vegna úrkomu.
5. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Innkomnar nýjar teikningar 4. maí 2012. Jafnframt er sótt um takmarkað byggingarleyfi til að grafa út fyrir húsinu, steypa sökkla og leggja frárennslislagnir.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.