Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

987. fundur 04. október 2024 kl. 10:45 - 11:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Óðinsnes 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám sem hjólaskýli

Málsnúmer 2024011197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. janúar 2024 þar sem Smáragarður ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við verslun Byko Óðinsnesi 2.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

2.Klettastígur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2024071033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júlí 2024 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. FÉSTA sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 2 við Klettastíg. Innkomin gögn eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Klettastígur 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2024071032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júlí 2024 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. FÉSTA sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 4 við Klettastíg. Innkomin gögn eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Óðinsnes 2 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2024100021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2024 þar sem Þorleifur Eggertsson f.h. Byko ehf. sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir sýningarhús við verslun BYKO Óðinsnesi 2.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

5.Oddeyrarskáli - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2024100020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2024 þar sem Stefán Níels Guðmundsson f.h. Eimskips Ísland ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tjaldskemmu á lóð þess við Strandgötu.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Ytri-Grenivík lóð - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif

Málsnúmer 2024091610Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2024 þar sem Pálmar Kristmundsson f.h. Nthspace á Íslandi ehf. sækir um niðurrif á Ytri-Grenivík.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

7.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2024091577Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2024 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Hótel Akureyri ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun á hóteli á lóð nr. 73 við Hafnarstræti og fimm hæða hótel á lóð nr. 75 við Hafnarstræti. Innkomin gögn eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

8.Norðurgata 7B - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif

Málsnúmer 2024091420Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2024 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Akureyrarbæjar sækir um niðurrif á húsi nr. 7B við Norðurgötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

9.Kjarnagata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2024100048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2024 þar sem Svava Björk Bragadóttir f.h. Haga ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 2 við Kjarnagötu. Innkomin gögn eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Hlíðarvellir 1 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2024100094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. atNorth ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

11.Hlíðarvellir 1 - áfangi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022080721Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd atNorth ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Meðfylgjandi eru teikningar dagsettar 2. október 2024 eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Þórunnarstræti 106 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024011410Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2024 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Hrafnseyrar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir fjölgun íbúða í húsi nr. 106 við Þórunnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 3. október 2024 eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 11:15.