Vinna við nýja sorphirðukerfið gengur vel. Þessi hverfi eru næst á dagskrá

Vinna við að skipta út sorpílátum við öll heimili á Akureyri gengur að mestu leyti vel. Þau hverfi sem teljast búin eru Síðuhverfi, Giljahverfi, Hlíðarhverfi, Holtahverfi og Oddeyri. Gerðahverfi er langt komið. Samkvæmt áætlun er Norður-Brekkan næst á dagskrá, þá Lundahverfið, Suður-Brekkan, Miðbær, Innbær, Naustahverfi og Hagahverfi, í þessari röð.

Nýrri byggingar, eins og í Hagahverfi, eru betur hannaðar en þær eldri með tilliti til sorphirðumála og því má gera ráð fyrir að innleiðing á nýja kerfinu gangi hratt fyrir sig þar.  

Sveitarfélaginu er nú lögum samkvæmt skylt að gera íbúum kleift að flokka í fernt við heimili sín og er þar um að ræða blandaðan úrgang, lífrænan úrgang, pappír og plast. Almenna reglan er sú að þrjár tunnur verða við hvert heimili; ein tvískipt fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, önnur fyrir pappír og pappa og sú þriðja fyrir plast.

Allar nánari upplýsingar um nýju sorpílátin er að finna hér.

 

 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan