Viltu fá nýjar fregnir af framkvæmdum í Móahverfi?

Horft yfir Móahverfi vorið 2024. Mynd: Helgi Steinar Halldórsson.
Horft yfir Móahverfi vorið 2024. Mynd: Helgi Steinar Halldórsson.

Af óviðráðanlegum orsökum hefur nokkurt hlé verið á því að tölvupóstar séu sendir út á póstlista um framkvæmdir í Móahverfi en þráðurinn verður tekinn upp að nýju föstudaginn 28. febrúar nk.

Reiknað er með að framvegis verði tölvupóstar sendir út að jafnaði einu sinni í mánuði í stað vikulega áður. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á póstlistann þar sem greint verður frá helstu framkvæmdum í Móahverfi og stöðu mála þar. Það er verkfræðistofan Mannvit sem hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdum og mun sjá um útsendingu tölvupósta vegna þeirra.

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að leggja fráveitu og burðarlag í Síðubraut. Verktakar hafa notið góðs af mildu veðri síðustu vikur og hefur vinna gengið mjög vel. Í efri götum hverfisins er þessa dagana verið að tengja byggingaraðila við rafmagn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan