Viðhorf bæjarbúa til Bíladaga misjafnt

Nýleg netkönnun, sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ, sýnir skiptar skoðanir bæjarbúa á Bíladögum.

Spurt var um viðhorf til Bíladaga, sem haldnir eru árlega í júní. Rúmlega 36% svarenda voru mjög jákvæðir eða frekar jákvæðir, rúmlega 27% voru hvorki jákvæðir né neikvæðir, en rúm 36% lýstu sig frekar eða mjög neikvæða.

Athygli vekur að yngsti hópurinn, 35 ára og yngri, er neikvæðari gagnvart Bíladögum en eldri aldurshópar.

Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan