Vel heppnuð Akureyrarvaka að baki

Vel heppnaðri Akureyrarvöku, afmælishátíð Akureyrarbæjar, er nú lokið. Hápunktur helgarinnar voru magnaðir stórtónleikar á Ráðhústorgi þar sem einvala lið tónlistarmanna steig á stokk. Vel var mætt á tónleikana, og fór allt vel fram.

Þrátt fyrir að það hafi blásið vel var hlýtt í veðri, og góð mæting var á fjölbreytta viðburði sem fóru fram vítt og breitt um bæinn. Hátíðin var formlega sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu með opnunarhátíðinni Rökkurró, en í þéttskipaðri dagskrá mátti einnig finna Draugaslóð, tónleikaröðina Mysing, götukörfuboltamót, Pálínuboð í Fálkafelli, Víkingahátíð, Acra jóga fjör, Skáta- og slökkviliðsviðburð, Taekwondo sýningu og Fornbílasýningu í Listagilinu, svo eitthvað sem nefnt.

Líf og fjör var einnig í Menningarhúsinu Hofi alla helgina sem lauk með Ljóðadjass þar sem íslenski rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og danska tónskáldið Dorthe Höjland komu saman.

Meðfylgjandi myndir tóku Hilmar Friðjónsson og Aníta Eldjárn. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu og fletta á milli þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan