TYFT á Græna hattinum

Hið virta jazztríó TYFT kemur fram á Græna Hattinum þann 21. maí (uppstigningadag). Tríóið TYFT hefur nýverið sent frá sér fjórða geisladisk sinn hjá Skirl Records í New York. Af því tilefni hafa þeir félagar verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Tónleikaferðinni lýkur á Íslandi með tónleikum á Akureyri og í Reykjavík. Tríóið skipa Hilmar Jensson á gítar, Andrew D'Angelo á saxófón og Jim Black á trommur. Þeir félagar hafa leikið saman í ýmsum sveitum í 15 ár en starfrækt TYFT frá árinu 2000. Fyrstu 2 diskar þeirra komu út hjá kanadísku útgáfuni Songlines en síðustu tveir hjá Skirl Records.

Auk Tyftar þá starfa þeir allir með fjölmörgum hljómsveitum og einstaklingum. Hilmar leikur m.a. með AlasNoAxis, Trevor Dunn og Tilraunaeldhúsinu. Andrew hefur undanfarin ár starfrækt eigin tríó auk þess að leika með Matt Wilson og Human Feel. Jim starfrækir kvartettinn AlasNoAxis en leikur einnig með Human Feel, Uri Cain, David Liebman, Dave Douglas o.fl.

Tónlist tríósins er að mestu samin af Hilmari og þykir nokkuð rokkuð þó svo að ræturnar liggi í djassi og spuna.

Tónleikar hefjast um kl. 21:00 og er miðaverð 1.500 kr. Miðar seldir við innganginn.

Tyft_Aim
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan