Sýnendur í góðu skapi. Ljósmynd: Heiðrún Jóhannsdóttir, 2023.
Börn á deildunum Engjarós og Smára í leikskólanum Kiðagili opnuðu í morgun sýninguna "Heimur og haf" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Börnin sýndu þar afrakstur vinnu með listamanninum Agli Jónassyni sem vann meðal annars tónverk með börnunum og tók upp sögur um hafið. Sýningin verður opin almenningi næstu tvær helgar frá kl. 14-17 en einnig er hægt að kíkja inn um glugga utan opnunartíma.
Barnamenningarhátíð á Akureyri hefst á laugardaginn með fjölda viðburða og stendur út allan aprílmánuð. Bent er á að skráning í listasmiðjur hátíðarinnar er í fullum gangi og margar hverjar að fyllast. Viðburðadagatal hátíðarinnar er að finna á barnamenning.is.
Hægt verður að fylgjast með uppákomum á Barnamenningarhátíð á samfélagsmiðlum Akureyrarbæjar á Facebook og Instagram. Einnig er mælt með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak.
Áfram barnamenning!
Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.