Styttist í Barnamenningarhátíð Akureyrar. Enn er opið fyrir almenna þátttöku!

Nú styttist óðum í Barnamenningarhátíð Akureyrar sem haldin verður á tímabilinu 1.-27. apríl nk. 

Einstaklingar, hópar, fyrirtæki og stofnanir eru hvött til almennrar þátttöku. Nánari upplýsingar HÉR

Bæjarráð hefur úthlutað styrkjum til fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Alls hlutu 20 verkefni brautargengi.

Styrkt verkefni hátíðarinnar í ár eru:

  • Leitin að Regnboganum / Guðný Ósk Karlsdóttir
  • Dansað og spilað inn í vorið / Suzukideild Tónlistarskólans á Akureyri
  • Prinsessupartý á Amtsbókasafninu / Sunnefa Lind Þórarinsdóttir
  • FAR Fest Afríka á Barnamenningarhátíð á Akureyri / Cheick Ahmed Tidiane Bangoura
  • Á haus í Listasafninu / Listasafnið á Akureyri
  • Lifandi sögustund / Danssetrið
  • Manndýr / Aude Maina Anne Busson
  • Myndlistarverkstæði Gilfélagsins 2025 / Gilfélagið
  • Menningarsögusmiðjur / Minjasafnið á Akureyri
  • Strandhreinsun og listasmiðja / Amtsbókasafnið
  • Wool felting work shop – ullarþæfing fyrir fjölskyldur / Gundega Skela
  • Tískusýning Cranz / Þuríður Helga Kristjánsdóttir
  • Myndlistasýning nemenda í Hofi / Gillian Alise Pokalo
  • Ungmennamálþing, hulduheimar, ímyndunaraflið og skapandi listir / Huldustígur ehf.
  • Töfraflautan – töfrandi heimur / Joaquin De La Cuesta Gonzalez
  • Kan(l)ínudans / Sóley Ólafsdóttir
  • Töfrabækurnar / María Pálsdóttir
  • Saman til gleði og góðra verka / miðstig Síðuskóla
  • Hæfileikakeppni Akureyrar / Félagsmiðstöðvar Akureyrar
  • Sumartónar 2025 / Ungmennaráð Akureyrar og Menningarhúsið Hof

Nánari upplýsingar um verkefnin munu birtast á viðburðadagatali Barnamenningarhátíðar sem auglýst verður á síðunni www.barnamenning.is um miðjan mars.

Verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og hægt er að senda henni fyrirspurn á netfangið elisabetogn@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan