Stuðningur við starf KFUM og KFUK á Akureyri

Jóhann Þorsteinsson, formaður stjórnar KFUM og KFUK á Akureyri, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjó…
Jóhann Þorsteinsson, formaður stjórnar KFUM og KFUK á Akureyri, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, takast í hendur eftir undirritun samningsins.

Endurnýjaður samningur Akureyrarbæjar við starf KFUM og KFUK á Akureyri var undirritaður í morgun.

Markmiðið með samningnum að gefa fjölbreyttum hópi barna og ungmenna kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.

Akureyrarbær leggur áherslu á að starfið standi öllum börnum og ungmennum til boða. Sem barnvænt samfélag byggir Akureyrarbær á fimm grunnþáttum; þekkingu á réttindum barna, því sem er barni fyrir bestu, jafnræði – að horft sé til réttinda allra barna, þátttöku barna í samfélaginu og barnvænni nálgun.

Fyrir framlag Akureyrarbæjar til KFUM og KFUK skal félagið bjóða upp á barna– og unglingastarf á Akureyri ásamt sumarbúðum að Hólavatni. Bjóða skal upp á faglegt starf með forvarnir og jafnrétti að leiðarljósi og sem taka mið af grunnþáttum barnvænna sveitarfélaga.

Samningurinn gildir fyrir árin 2024-2026.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan