Skipulagsmál á opnu húsi 5. september 2024

Fimmtudaginn 5. september nk. munu tvær skipulagstillögur liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Akureyrar frá klukkan 15:00-18:00. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta, kynna sér tillögurnar og fá nánari upplýsingar frá starfsfólki þjónustu- og skipulagssviðs um efni þeirra. Þá er einnig hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum á staðnum.

Skipulagstillögurnar sem um ræðir eru eftirfarandi:

  • Gleráreyrar – Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði Glerártorgs ásamt deiliskipulagsbreytingu fyrir Gleráreyrar 2-10

Tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum vegna áforma um byggingu íbúðarhúsnæðis á lóðinni suðaustan við Glerártorg. Tillögurnar gera ráð fyrir að svæði VÞ6 og nyrsti hluti ÍB4 eru sameinuð og svæðið endurskilgreint sem miðsvæði. Deiliskipulagsbreytingin sem auglýst er samhliða tekur til Gleráreyra 2-10 þar sem Gleráreyrum 10 er bætt við og leyfilegt heildarmagn íbúða hækkað í 100-150 íbúðir.

Drögin eru í kynningu til 12. september nk.

  • Naust III – stækkun íbúðarbyggðar

Drög að breytingu á deiliskipulagi Naust III – lóð minjasafns vegna áforma um að útbúnar verði 7 einbýlishúsalóðir, 2 parhúsalóðir og 5 raðhúsalóðir á svæði sem í dag er deiliskipulagt sem svæði fyrir Minjasafnið.

Drögin eru í kynningu til 12. september nk.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Starfsfólk þjónustu- og skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan