Síðuskóli er Réttindaskóli UNICEF

Nemendur og starfsmenn komu saman í salnum þar sem söngur og ræður nemenda og gesta gerðu stundina í…
Nemendur og starfsmenn komu saman í salnum þar sem söngur og ræður nemenda og gesta gerðu stundina í senn skemmtilega og fróðlega. Mynd tekin af síðu Síðuskóla.

Síðuskóli varð í dag Réttindaskóli UNICEF við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Nemendur og starfsmenn komu saman í salnum þar sem söngur og ræður nemenda og gesta gerðu stundina í senn skemmtilega og fróðlega.

Unnur Helga Ólafsdóttir, verkefnastjóri UNICEF, afhenti skólanum og frístundinni Undirheimum, viðurkenningu, ásamt fána sem dreginn var að húni í lok athafnar. Allir nemendur fengu svo ís í eftirrétt til að gera daginn enn eftirminnilegri.

Réttindaskóli UNICEF er hugmyndafræði og hagnýtt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna verkefnið leggja sáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum.

Til hamingju Síðuskóli!

Fleiri myndir á vef skólans.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan