Samtal við Grímseyinga í blíðskaparveðri

Mynd: María Tryggvadóttir
Mynd: María Tryggvadóttir

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey í gær ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu sveitarfélagsins.

Hópurinn heimsótti Miðgarðakirkju, þar sem uppbygging eftir brunann er í fullum gangi. Stefnt er að því að vígja kirkjuna í sumar. Einnig var nýr göngustígur skoðaður en stígurinn liggur meðfram vesturströnd eyjarinnar og var kláraður á síðasta ári. Með tilkomu stígsins eykst aðgengi að sögustöðum og fallegri strandlínu.

Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Múla, þar sem rætt var um margvísleg málefni, svo sem lausagöngu búfjárs, ástand gatna, húseignir bæjarins, mál er varða slökkviliðið auk umræðu um byggðakvóta og ferjumál.

Grímsey tók á móti hópnum með blíðskaparveðri sem gerði heimsóknina enn ánægjulegri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan