Samningur um framkvæmdir á félagssvæði KA undirritaður

Ólafur Ragnarsson, forstjóri Húsheildar/Hyrnu, og Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og…
Ólafur Ragnarsson, forstjóri Húsheildar/Hyrnu, og Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, undirrituðu samninginn.
Í síðustu viku var lagður fram til samþykktar í bæjarráði verksamningur við Húsheild ehf. vegna byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. apríl sl. og var þá samþykkt að ganga til samninga við Húsheild á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða.
 
Bæjarráð samþykkti framlagðan verksamning og fól sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirrita hann sem var síðan gert fimmtudaginn 31. maí.
 
Í samningnum segir að verkið skuli hefja strax við undirritun samnings og skuli verktaki skila svæðinu frágengnu 15. júlí 2027.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan