Pumpan
Akureyrarbær hefur keypt og sett upp stóra og glæsilega hjólabraut á skólalóð Oddeyrarskóla. Hjólabrautin er ætluð iðkendum á hlaupahjólum, reiðhjólum og hjólabrettum á öllum aldri. Einnig er frjálst að hlaupa í brautinni. Brautin er ekki ætluð rafknúnum tækjum.
Hjólabrautin var keypt af Lexgames sem setja fram eftirfarandi reglur um notun á brautinni:
1. Notaðu hjálmin, alltaf!
2. Verið sanngjörn og skiptist á reglulega.
3. Ef margir eru í einu þá gott er að skipta niður í hópa eftir hraða, hjólum, hlaupahjólum, línuskautum eða hjólabrettum.
4. Kennið þeim sem ekki kunna á brautina og þá verða allir hraðari.
5. Ekki stoppa í brautinni. Ef þú sérð einhvern stopp þá farðu strax útúr brautinni svo ekki myndist biðröð.
6. Bannað að standa inn í braut. Ekki labba á brautinni eða vera inn í hringnum.
7. Farið varlega! Farið varlega inná brautina og ekki stoppa í brautinni.
Hjólabrautin er flott viðbót í fjölbreytta aðstöðu sem er í boði í heilsueflandi samfélaginu sem Akureyrarbær er.