Mynd eftir Maríu Helenu Tryggvadóttur
Akureyrarbær auglýsir eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar sveitarfélagsins. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis og mannréttinda í samræmi við mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Viðurkenningu geta hlotið:
Fyrirtæki/stofnanir sem hafa:
- Sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum
- Unnið að því að afnema staðalímyndir kynjanna
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi mannréttinda
- Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið áreiti eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Félög/félagasamtök sem hafa:
- Sérstaka stefnu/áætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum
- Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi mannréttinda
- Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið áreiti eða kynferðislega áreitni innan félags
- Veitt leiðbeinendum/þjálfurum fræðslu um jafnréttis- og mannréttindamál
Einstaklingar sem hafa skarað fram úr í vinnu að jafnréttis- og mannréttindamálum eða unnið gegn staðalímyndum.
Einnig kemur til álita að veita hvatningarviðurkenningu vegna nýjunga sem stuðla að framgangi jafnréttis og mannréttinda í samræmi við mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Rökstuddum tilnefningum skal skilað í síðasta lagi 5. apríl nk. í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar sem er aðgengileg hér.