Stefnt er að því að setja nýja vefsíðu Akureyrarbæjar í loftið á næstu vikum.
Prufuútgáfa síðunnar (beta) hefur nú verið opnuð og eru ábendingar og fyrirspurnir frá notendum vel þegnar á vefstjorn@akureyri.is.
Nýi vefurinn er unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna og verður áfram í þróun næstu daga. Markmiðið er að bæta aðgengi að upplýsingum og þjónustu sveitarfélagsins.
Slóð sveitarfélagsins, akureyri.is, helst óbreytt.
Athugið að vefsíðan er enn í vinnslu, og beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem breytingarnar kunna að valda.