Efnt verður til fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu um helgina á Akureyri og fjallahlaupsins Súlur Vertical. Þess er vænst að fjöldi fólks sæki bæinn heim og af þeim sökum og vegna ýmissa viðburða þarf að loka ákveðnum götum á miðbæjarsvæðinu tímabundið og takmarka umferð ökutækja annars staðar.
Á myndinni að neðan sjást helstu lokanir á miðbæjarsvæðinu og fleira. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu (pdf).
Laugardaginn um verslunarmannahelgina fer fjallahlaupið Súlur Vertical fram. Af þeim sökum þarf að stýra umferð eða loka götum tímabundið á meðan keppendur hlaupa fram hjá. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu (pdf).
Og sunnudaginn 31. júlí verður hinn svokallaði Skógardagur í Kjarnaskógi. Búist er við góðri aðsókn og því er gott að skoða kortið hér að neðan til að sjá hvar má leggja og hvernig hægt er að komast inn á bílastæðin og frá þeim. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu (pdf).