KEA úthlutar styrkjum

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, og framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, afhentu í gær styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 78. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september og bárust 203 umsóknir. Veittir voru 38 styrkir, samtals að fjárhæð 6,1 milljón króna.

Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar fimmtán viðurkenningar og styrkir, rúmlega 1,8 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,250 þúsund krónum og hlutu fimm aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, alls 1,400 þúsund krónur.

Almennir styrkir, styrkupphæð 150.000 kr. 

  • Alberto Porro Carmona - Til að gefa út tónlistarkennslubók fyrir börn.
  • Arndís Bergsdóttir og Andrea Hjálmsdóttir -Til að vinna viðtalsrannsókn við konur sem unnu á Sambandsverksmiðjunum á Akureyri.
  • Fálkasetur Íslands – Vegna kaupa á fjarsjá fyrir Fálkasetrið í Ásbyrgi.
  • Íþróttafélagið Völsungur - Til að skrá sögu meistaraflokks í knattspyrnu karla.
  • Kvennakór Akureyrar - Til að halda tónleika í tilefni 10 ára afmælis kórsins.
  • Leikfangasafnið Friðbjarnarhúsi - Til að setja upp sýningu í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar.
  • Ljóðasetri Íslands - Vegna lifandi viðburða í setrinu.
  • Lúðrasveit Akureyrar - Til að halda landsmót skólalúðrasveita á Akureyri.
  • Skákfélag Akureyrar - Til að kaupa skjávarpa til nota við skákkennslu.
  • Tónlistarfélag Akureyrar - Til að halda hádegis-tónleikaröðina Föstudagsfreistingar.
  • Vallakirkja Svarfaðardal - Til kaupa á orgeli í tilefni 150 ára afmæli kirkjunnar. 

Ungir afreksmenn, styrkupphæð 125.000 kr. 

  • Anna Sonja Ágústsdóttir, íshokkí.
  • Auður Anna Jónsdóttir, blak.
  • Bjarki Gíslason, frjálsar íþróttir.
  • Einar Rafn Stefánsson, snjóbretti.
  • Einar Sigurðsson, motocross og enduro.
  • Fannar Hafsteinsson, knattspyrna.
  • Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, listhlaup á skautum.
  • Jón Kristinn Þorgeirsson, skák.
  • Kolbeinn Höður Ólafsson, frjálsar íþróttir.
  • Kolbrún Gígja Einarsdóttir, handbolti.
  • Lára Einarsdóttir, knattspyrna.
  • Magnús Finnsson, skíði.
  • Sævar Birgisson, skíði.
  • Viktor Samúelsson, kraftlyftingar.
  • Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó. 

Íþróttastyrkir: 

  • Frjálsíþróttadeild UMFS, kr.200.000 - Til að koma upp aðstöðu til sleggju- og kringlukasts.
  • Golfklúbburinn Hamar Dalvík, kr. 200.000 - Til æfingaferðar afrekshóps 13 til 18 ára unglinga til Spánar.
  • Hestamannafélagið Léttir, kr. 200.000 - Til kaupa á kvikmyndavél til að nota við reiðkennslu barna og unglinga.
  • Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, kr. 200.000 - Til að endurnýja mörk og annan búnað.
  • Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, kr. 200.000- Til kaupa á skíðastöngum og þráðlausum tímatökubúnaði.
  • Skotfélag Akureyrar, kr. 200.000 - Til að byggja upp inniaðstöðu fyrir skotfélagið.
  • Ungmennafélag Langnesinga, kr. 200.000 - Til að stofna afreksskóla og kaupa Kids Athletic búnað. 

Þátttökuverkefni: 

  • Karlakór Akureyrar – Geysir, kr. 250.000 - Til tónleikahalds í tilefni af 90 ára afmælis kórsins.
  • Gamli barnaskólinn Skógum, Fnjóskadal kr. 250.000 - Til að varðveita gamla barnaskólann í Skógum.
  • Skeiðfélagið Náttfari, kr. 250.000 - Til kaupa á startbásum.
  • Tónvinafélag Laugaborgar, kr. 250.000 - Til kaupa á flygli.
  • Byggðir Eyjafjarðar, kr. 250.000 - Til að gefa út ritið Byggðir Eyjafjarðar.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan