Jólaskapið alsráðandi í Skógarlundi

Öll velkomin á jólamarkaðinn í Skógarlundi.
Öll velkomin á jólamarkaðinn í Skógarlundi.

Starfsfólk og leiðbeinendur Skógarlundar eru komin í sannkallað jólaskap, enda er undirbúningur fyrir árlega jólamarkaðinn í fullum gangi.

Jólamarkaðurinn verður haldinn í Skógarlundi fimmtudaginn 5. desember kl. 12:00-17:00 og föstudaginn 6. desember kl. 12:00-18:00. Til sölu verður úrval af fallegum jólavörum, handgerðum úr leir og tré, auk annarra hluta sem starfsfólk Skógarlundar hefur unnið að á árinu. Gestum verður boðið upp á kaffi og konfekt og posi verður á staðnum.

Í Skógarlundi er boðið upp á atvinnu - og hæfingatenga þjónustu fyrir einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. Markmiðið er að efla þátttöku í daglegu lífi og bæta lífsgæði þeirra sem nýta sér þjónustuna.

Ef einhverjir komast ekki á markaðinn en vilja skoða vörurnar, þá er verslun Skógarlundar opin alla virka daga kl. 8:00-15:30.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan