Lóðirnar Hulduholti 29 og 31
Akureyrarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt einbýlishúsalóðanna Hulduholti 29 og 31 í Holtahverfi. Lóðirnar eru innan deiliskipulags fyrir Holtahverfi norður sem tók gildi árið 2021, m.s.br. og eru þær byggingarhæfar. Lóðirnar eru á svæði milli Krossanesbrautar og smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót þar sem uppbygging íbúðarhúsnæðis er í fullum gangi.
Hulduholt 29: Lóðin er 560 m² með nýtingarhlutfallið 0,5.
Hulduholt 31: Lóðin er 690 m² með nýtingarhlutfallið 0,4.
Með því að smella á heiti lóðanna má nálgast útboðsgögn og í framhaldinu skila inn tilboði. Í deiliskipulagi svæðisins og mæliblaði kemur fram hvaða ákvæði gilda um hverja lóð fyrir sig.
Senda skal inn tilboð í lóðirnar með rafrænum hætti í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er til kl. 12:00 þann 23. apríl 2025.
Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði.