Hrund Teitsdóttir, umsjónarkennari í Hríseyjarskóla á mið- og unglingastigi, hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari.
Hrund er tilnefnd fyrir nýsköpunarkennslu, upplýsingatækni og menntun til sjálfbærni í tengslum við alþjóðlegt samstarf. Í umsögn með tillögu að tilnefningu Hrundar kom meðal annars fram að hún sé stórkostlegur leiðtogi, hvetjandi og drífandi kennari sem beri hag samfélagsins síns fyrir brjósti.
Árlega eru Íslensku menntaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í nóvember. Markmiðið er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að verðlaununum standa Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneytið, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Samtök iðnaðarins og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Nánar um Hrund og tilnefninguna.