Lóðirnar við Miðholt 1-9
Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til lóðanna við Miðholt 1-9 sem er hluti af ÍB17 og Hlíðarbraut 4 sem er hluti af VÞ17 Holtahverfi norður. Breytingin felur annars vegar í sér að heimilt verði að byggja allt að 3 hæðir auk kjallara á lóðunum við Miðholt og hins vegar að heimild verði fyrir því að byggja íbúðir á efri hæðum við Hlíðarbraut 4 þannig að verslun og þjónusta verði áfram á neðstu hæðum en þar fyrir ofan yrði heimilt að byggja íbúðir.
Nú liggur fyrir skipulagslýsing þar sem fram kemur hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað.
Lýsinguna má nálgast hér.
Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagslýsinguna og senda inn ábendingar í gegnum skipulagsgátt, með tölvupósti á skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.
Frestur til að senda inn ábendingar er til 17. júlí 2024.