Hjartað slær í heiðinni

Átakið "Brostu með hjartanu", sem snýst um að smita jákvæðni og bjartsýni til allra, náði nýjum hæðum um helgina þegar kveikt var á risastóru rauðu hjarta í Vaðlaheiði. Hjartað er á stærð við fótboltavöll og unnu starfsmenn fyrirtækisins Rafeyrar að því hörðum höndum í síðustu viku í nístingskulda að leggja rafmagnsleiðslur og annað sem til þurfti.

Það eru fyrirtækin Rafeyri, Bechromal og Norðurorka sem eiga heiðurinn að vinnunni og kostnaðinum á bak við hið sláandi hjarta í Vaðlaheiðinni. Myndin að neðan sýnir hjartað í allri sinni dýrð.

Brostu-med-hjartanu-2

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan