Akureyrarbær auglýsir um þessar mundir laus til umsóknar alls kyns fjölbreytt sumarstörf hjá ýmsum stofnunum sveitarfélagsins.
Starfsstöðvar Akureyrarbæjar eru um 80 og á sumrin bætast við á að giska 600 sumarstarfsmenn í afleysingastörf fyrir hóp fastráðinna starfsmanna.
Nú þegar hafa ýmis spennandi sumarstörf verið auglýst og um að gera að skoða strax hvað er í boði. Fleiri störf bætast síðan við á næstu vikum.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akureyrarbæjar og hægt að skoða úrvalið undir hlekknum Störf í boði.