Goðanes 3b og Sjafnarnes 11 - Lóðir lausar til umsóknar

Lóðin Goðanes 3b er merkt 5 á deiliskipulagsuppdrætti
Lóðin Goðanes 3b er merkt 5 á deiliskipulagsuppdrætti

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa tvær atvinnulóðir lausar til umsóknar.

Goðanes 3b

Lóðin er innan deiliskipulags fyrir Krossaneshaga A áfanga. Er lóðin á svæði sem upphaflega var opið svæði en með breytingu á deiliskipulagi sem tók gildi 27. nóvember 2024 var svæðið afmarkað sem athafnalóð. Lóðin er þegar byggingarhæf.

Lóðin er 2.303 m² að stærð með nýtingarhlutfall upp á 0.5. Hámarksþakhalli er 35° og hámarkshæð er 12 m.

Hér má nálgast úthlutunarskilmála fyrir lóðina og mæliblað.

 

 

Sjafnarnes 11

Sjafnarnes 11

Lóðin er innan deiliskipulags fyrir Krossaneshaga B áfanga. Lóðin er iðnaðarlóð sem er 11.039 m² að stærð með nýtingarhlutfall upp á 0.15. Hámarksvegghæð er 10 m og skal þakhalli vera á bilinu 0-35°. Er kvöð um að lóðarhafi komi upp á eigin kostnað 0,9 – 2 m hárri galvaniseraðri netgirðingu á lóðarmörk sem liggja að bæjarlandinu.

Hér má nálgast úthlutunarskilmála fyrir lóðina og mæliblað.

Frekari upplýsingar um deiliskipulag fyrir Krossanes haga B áfanga má nálgast í greinargerð og uppdrætti af svæðinu.

Þá hafa verið gerðar tvær breytingar á deiliskipulaginu sem tóku gildi með birtingu í b-deild Stjórnartíðinda 27. júní 2023 og 2. júlí 2024.

 

Senda þarf inn umsókn með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er kl. 12:00 miðvikudaginn 23. apríl 2025.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan