Fundur um þjónustu við fatlað fólk – stuðningur vegna sjálfstæðrar búsetu

Mynd: Bjarki Brynjólfsson.
Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Velferðarsvið Akureyrarbæjar, í samvinnu við Þroskahjálp, heldur fund í Ráðhúsinu um þjónustu við fatlað fólk – stuðningur vegna sjálfstæðrar búsetu.

Markmið fundarins er einkum að upplýsa aðstandendur og aðra áhugasama um helstu búsetuúrræði og þann stuðning sem fatlað fólk getur fengið í daglegu lífi. Enn fremur að útskýra stöðu og þróun mála á Akureyri.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 2. apríl klukkan 16, í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð.

Öll velkomin.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan