Gleðistund í Grímsey
Grímsey skartaði sínu fegursta í gær þegar heimamenn og fjöldi gesta komu saman í nýrri Miðgarðakirkju sem nú er fokheld. Þess var minnst að ár var frá því að Miðgarðakirkja, sem reist var 1867, brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum og því fagnað að ný kirkja er risin. Kvenfélagið Baugur, sem í sitja allar konur í eynni, bauð síðan til veislukaffis í félagsheimilinu Múla. Auk þess buðu forsvarsmenn hinnar nýju Grímseyjarlestar til útsýnis- og skoðunarferðar um eyjuna.
22.09.2022 - 10:54
Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 259