Jákvætt skref í fjármögnun á málaflokki fatlaðra
Ríki og sveitarfélög hafa gert með sér samkomulag um að aukið fé renni til málaflokks fatlaðra sem hefur um langt árabil verið mjög vanfjármagnaður af ríksins hálfu en það hefur bitnað illa á rekstri stærstu sveitarfélaga landsins. Samkomulagið felur í sér að útsvar verður hækkað um 0,22% en tekjuskattur lækkaður um samsvarandi hlutfall. Þessi breyting mun því ekki hafa nein áhrif á hinn almenna skattgreiðanda því skatthlutfallið, sem samanstendur af útsvari og tekjuskatti, verður hið sama eftir sem áður. Hins vegar gerir þetta ríkinu kleift að láta meiri fjármuni renna til reksturs á málaflokki fatlaðra í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
21.12.2022 - 09:54
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 291