Kristín Jóhannesdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar.
Kristín er fædd 21. mars 1975. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri vorið 1999 og með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 2012. Hún hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2000, fyrst í 10 ár sem kennari við Lundarskóla og síðan í tvö ár sem deildarstjóri við sama skóla. Hún var skólastjóri við Oddeyrarskóla 2012-2019 og skólastjóri við Giljaskóla frá 2019. Samhliða störfum sínum hefur hún verið stundakennari við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í Evrópu- og Norðurlandasamstarfi um menntun án aðgreiningar síðan 2014 og hefur síðastliðin ár starfað í skólamálanefnd Skólastjórafélags Íslands. Kristín mun taka til starfa fljótlega.