Little Girl Blue verður sýnd í Listasafninu á sunndag.
Franska kvikmyndahátíðin hófst í gær og var uppselt á opnunarmyndina í Sambóunum. Næstu sýningar eru á morgun, laugardaginn 8. febrúar, í Amtsbókasafninu og sunnudaginn 9. febrúar í Listasafninu.
Sýningin í Amtsbókasafninu hefst kl. 13 laugardaginn 8. febrúar og verður teiknimyndin Nina et le secret du hérisson eða Nína og leyndarmál Broddgaltarins þá sýnd með frönsku tali og íslenskum texta. Stiklu myndarinnar er að finna hér.
Og á sunnudag kl. 15 verður bíómyndin Little Girl Blue sýnd í Listasafninu með frönsku tali og íslenskum texta. Hér er stikla myndarinnar.
Framundan á dagskránni eru síðan meðal annars tvær bíómyndir sem sýndar verða í Sambíóunum í næstu viku og fleira gott.
Enginn aðgangseyrir er á sýningar hátíðarinnar en á sýningar í Sambíóunum þarf að skrá sig þar sem fjöldi sæta er takmarkaður. Á aðrar sýningar er nóg að mæta á staðinn. Frekari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu hátíðarinnar hér.
Dagskrá hátíðarinnar er á sömu síðu hér.