Framkvæmdir standa yfir í Glerárlaug

Stefnt er að því að framkvæmdir við útisvæðið klárist fljótlega eftir áramót.
Stefnt er að því að framkvæmdir við útisvæðið klárist fljótlega eftir áramót.

Framkvæmdir standa yfir í Glerárlaug og er útisvæðið við laugina því lokað. Sundlaugin sjálf er þó opin. Á útisvæðinu er verið að koma fyrir nýjum heitum pottum, útisturtu, saunaklefa og köldu kari, auk þess sem svæðinu verður breytt og bætt verulega.

Því miður bendir allt til þess að svæðið opni ekki fyrir jól, en stefnt er á opnun í byrjun janúar.

Afgreiðslutími vetrar, frá 24. ágúst til 31. maí

  • Mánudag til föstudaga: 06:45 – 08:00 og 18:00 – 21:00
  • Laugardaga: 09:00 – 14:30
  • Sunnudaga: 09:00 – 12:00
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan