Forseti Íslands í opinbera heimsókn til Akureyrar

Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti. 
Ljósmynd: Forsetaembættið/Gunnar Vigfússon…
Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti.
Ljósmynd: Forsetaembættið/Gunnar Vigfússon.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid, forsetafrú, koma í opinbera heimsókn til Akureyrar dagana 25. og 26. ágúst. Dagskrá forsetahjónanna er fjölbreytt. Þau funda með bæjarstjóra og bæjarstjórn, heimsækja söfn, skóla og vinnustaði, og síðast en ekki síst taka þau virkan þátt í viðburðum á afmælishátíð Akureyrarbæjar, Akureyrarvöku, sem fram fer um helgina.

Forsetahjónin flagga m.a. fána Akureyrarvöku með leikskólabörnum á föstudagsmorgun og forsetinn setur Akureyrarvöku í Lystigarðinum á föstudagskvöld. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna í garðinn og fagna forsetahjónunum og upphafi hátíðarinnar.

Á laugardagsmorgun skokkar forsetinn um bæinn í fylgd hópsins UFA Eyrarskokk og eru öll hjartanlega velkomin að slást í för með þeim. Forsetahjónin taka síðan þátt í sögugöngu um Innbæinn fyrir hádegi á laugardag og vígslu svonefndra sögustaura sem er nýtt verkefni á vegum Minjasafnsins. Eftir hádegið á laugardag hafa Guðni og Eliza m.a. viðkomu í Garðinum hans Gústa við Glerárskóla, heimsækja Hof og taka þátt í 30 ára afmælishátíð Listasafnsins á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan