Fjölmenni við vígsluhátíð í Hrísey

Mikill fjöldi fólks var við vígsluhátíð nýrrar Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í Hrísey í dag. Um þrjú hundruð manns fóru með ferjunni Sævari út í eyju og fögnuðu þessum merka áfanga með Hríseyingum. Ýmsir tóku til máls á þessari hátíðlegu stund og að lokinni formlegri dagskrá þáði fólk veitingar og krakkarnir fengu að busla í nýju sundlauginni.

Hrisey_ithrottamidstod1

Grunn- og leikskólabörn í Hrísey hófu hátíðina með fögrum söng.

Hrisey_ithrottamidstod13

Þórarinn B. Jónsson, formaður verkefnisliðs byggingarinnar, rekur sögu hennar.

Hrisey_ithrottamidstod2

Mikill fjöldi fólks var viðstaddur hátíðarhöldin.

Hrisey_ithrottamidstod8

Gréta Kristín Ómarsdóttir fór með frumsamin ljóð.

Hrisey_ithrottamidstod12

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyringa og Hríseyinga.

Hrisey_ithrottamidstod9

Séra Hulda Hrönn Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey, blessaði nýja húsið.

Hrisey_ithrottamidstod5

Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður í Hrísey, kallaði Rósamundu Káradóttur upp á svið og afhenti henni blómvönd sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf hennar í gömlu sundlauginni.

Hrisey_ithrottamidstod4

Kristinn Árnason, formaður hverfisráðs Hríseyjar.

Hrisey_ithrottamidstod7

Glæsilegar veitingar voru á boðsólum.

Hrisey_ithrottamidstod6

Og fyrir utan húsið var boðið upp á grillaðar pylsur.

Hrisey_ithrottamidstod14

Aðalsteinn Bergal söng og stýrði fjöldasöng...

Hrisey_ithrottamidstod3

...við undirleik Guðjóns Pálssonar.

Hrisey_ithrottamidstod11

Börnin nutu þess að synda í nýju lauginni að dagskrá lokinni.

Hrisey_ithrottamidstod10

Glæsileg ný sundlaug í Íþróttamiðstöð Hríseyjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan