Mikill fjöldi fólks var við vígsluhátíð nýrrar Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í Hrísey í dag. Um þrjú hundruð manns fóru með ferjunni Sævari út í eyju og fögnuðu þessum merka áfanga með Hríseyingum. Ýmsir tóku til máls á þessari hátíðlegu stund og að lokinni formlegri dagskrá þáði fólk veitingar og krakkarnir fengu að busla í nýju sundlauginni.

Grunn- og leikskólabörn í Hrísey hófu hátíðina með fögrum söng.

Þórarinn B. Jónsson, formaður verkefnisliðs byggingarinnar, rekur sögu hennar.

Mikill fjöldi fólks var viðstaddur hátíðarhöldin.

Gréta Kristín Ómarsdóttir fór með frumsamin ljóð.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyringa og Hríseyinga.

Séra Hulda Hrönn Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey, blessaði nýja húsið.

Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður í Hrísey, kallaði Rósamundu Káradóttur upp á svið og afhenti henni blómvönd sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf hennar í gömlu sundlauginni.

Kristinn Árnason, formaður hverfisráðs Hríseyjar.

Glæsilegar veitingar voru á boðsólum.

Og fyrir utan húsið var boðið upp á grillaðar pylsur.

Aðalsteinn Bergal söng og stýrði fjöldasöng...

...við undirleik Guðjóns Pálssonar.

Börnin nutu þess að synda í nýju lauginni að dagskrá lokinni.

Glæsileg ný sundlaug í Íþróttamiðstöð Hríseyjar.