Skrifstofa Akureyrarbæjar í Hrísey er í húsi sem kallast Hlein og þar er einnig fjarvinnuaðstaða sem notið hefur vaxandi vinsælda. Um komandi páska eru til að mynda nú þegar fjögur pláss bókuð þar.
Fyrstu drög að þessari fjarvinnuaðstöðu voru lögð haustið 2013 þegar samþykkt var að Hríseyingar sem eru í fjarnámi eða gætu unnið sín störf með fjarvinnslu fengju aðstöðu í íbúð sem er í Hlein. Síðan þá hafa bæði námsmenn og starfsfólk úr ýmsum greinum nýtt sér aðstöðuna, m.a. til að sinna vinnu við fjármál, lögfræði, forritun, verkefnastjórnun, úthringingar, símsvörun og ritstörf svo eitthvað sé nefnt.
Hlein er við hliðina á Hríseyjarskóla, ofan við íþróttamiðstöðina.
Hér er að finna nánari upplýsingar um fjarvinnusetrið á heimasíðu Hríseyjar.