Auglýst niðurstaða bæjarstjórnar Akureyrarbæjar

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Neðangreindar deiliskipulagsbreytingar hafa nýlega verið samþykktar af bæjarstjórn Akureyrarbæjar.

  • Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 17. desember 2024 og 4. mars 2025 breytingar á deiliskipulagi Móahverfis, er varða gróðurskipulag, í samræmi við 3. mgr 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 29. október 2024 og 4. febrúar 2025 breytingu á deiliskipulagi Þórssvæði, er varða nýjan gervigrasvöll, stúku og lýsingu við völlinn, í samræmi við 3. mgr 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulögin hafa verið send Skipulagsstofnun og hafa tekið gildi eða munu taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um málin og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is. Einnig má skoða alla málsmeðferð málanna á Skipulagsgátt en þar má finna allar upplýsingar um skipulagsmál sem hafa verið afgreidd eða eru í afgreiðslu hjá Akureyrarbæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan