Naustagata 13 - VÞ13 - Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Gul brotin lína afmarkar það svæði sem breytingin nær til
Gul brotin lína afmarkar það svæði sem breytingin nær til

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til lóðarinnar Naustagötu 13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins.

Nú liggur fyrir skipulagslýsing þar sem fram kemur hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Lýsinguna má nálgast hér.

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagslýsinguna og senda inn ábendingar í gegnum skipulagsgátt eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 31. október 2024.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan