Akureyri verði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi
Í dag var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um innleiðingu barnasáttmála SÞ í reglur og samþykktir bæjarins. Akureyrarbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem gerir slíkan samning. Um tilraunaverkefni er að ræða og er vonast til að í kjölfar vinnunnar með Akureyrarbæ verði til verklag og efni sem nýtist öðrum sveitarfélögum við innleiðingu sáttmálans.
17.10.2016 - 16:07
Almennt|Barnvænt sveitarfélag
Ragnar Hólm
Lestrar 455