Stofnstígar eru megin samgönguæðar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur
Bæjarstjórn Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að breytingu á fjórum deiliskipulagsáætlunum sem ná til svæðis meðfram Skarðshlíð.
Samkvæmt stefnu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um stígakerfi bæjarins er gert ráð fyrir að byggður verði upp stofnstígur fyrir gangandi og hjólandi frá Glerá að sveitarfélagamörkum við Hörgársveit sem liggur að mestu leyti um Skarðshlíð og Austursíðu. Fyrir liggur yfirlitsuppdráttur og frumdrög að útfærslu stígsins alla leiðina en í þeim breytingum á skipulagi sem hér er verið að kynna er eingöngu verið að vinna með 1. áfanga leiðarinnar, frá Glerá að Hlíðarbraut. Verið er að útfæra nánar útfærslu stígsins meðfram Austursíðu og er stefnt að því að breytingar á deiliskipulagi á þeim hluta verði kynntar síðar á árinu.
Í öllum þeim breytingum sem nú eru til kynningar er verið að gera ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi norðan megin Skarðshlíðar frá Glerá að Hlíðarbraut.
Deiliskipulagsuppdrætti fyrir breytingarnar sem þarf að gera vegna 1. áfanga má sjá hér að neðan:
Hlíðahverfi - suðurhluti - skipulagsgátt
Melgerðisás-Skarðshlíð - skipulagsgátt
Íþróttasvæði Þórs - skipulagsgátt
Æfingasvæði við Skarðshlíð - skipulagsgátt
Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér tillögurnar og senda inn athugasemdir í gegnum Skipulagsgátt þar sem fram kemur nafn og kennitala.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 18. apríl 2025.