Málsnúmer 2014110182Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson greindi frá að í tilefni Gleðidaga eða opins húss á ÖA dagana 29. og 30. maí hafi hann veitt viðtöku lista- og hugverkum frá Jóhanni Ingimarssyni (Nóa), íbúa í Víðihlíð. Nói hefur fært ÖA að gjöf fjögur verk eftir sig, verkið "Gosið" í anddyri Hlíðar ásamt hönnun á borði og hillum þar, útilistaverkið "Sól og Máni" sem er í suðurgarði Hlíðar, verkið "Hringur" í anddyri Hlíðar og síðan verkið "Tengsl" sem afhent var á Gleðidögunum og er á veggjum í Kaffi Sól.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista og Valdís Anna Jónsdóttir varamaður hennar boðuðu forföll.