4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. júní 2015:
1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 3. júní 2015:
Lagt fram minnisblað Helgu Vilhjálmsdóttur forstöðumanns sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og Guðrúnar Ólafíu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar dagsett 22. maí 2015 um þörf fyrir viðbótarmönnun í sérfræðiþjónustunni.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu til bæjarráðs.
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð kr. 2,5 milljónir vegna sérfræðiþjónustu og að gerður verði viðauki sem lagður verði fyrir bæjarstjórn.
Félagsmálaráð samþykkir að ráðinn verði forstöðumaður við sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.