Velferðarráð

1209. fundur 20. maí 2015 kl. 14:15 - 16:05 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista mætti í forföllum Svövu Þórhildar Hjaltalín.

1.Fjárhagsaðstoð 2015

Málsnúmer 2015010058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu fjóra mánuði ársins.

2.Grófin - geðverndarmiðstöð - styrkumsókn 2015

Málsnúmer 2015040171Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 21. apríl 2015 frá Grófinni - geðverndarmiðstöð.
Velferðarráð samþykkir að styrkja Grófina - geðverndarmiðstöð um kr. 250.000 til fræðslustarfa.

3.Samtök um sorgarviðbrögð Norðurlandi eystra - styrkbeiðni 2015

Málsnúmer 2015040186Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 7. apríl 2015 frá Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð (Samhygð).
Velferðarráð samþykkir að styrkja Samtök um sorgarviðbrögð Norðurlandi eystra (Samhygð) um kr. 200.000 til fræðslustarfa.

4.Vinnuhópur um sértækt hópastarf - óhefðbundið skólaúrræði í Rósenborg

Málsnúmer 2014090198Vakta málsnúmer

Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður og Ottó Karl Tulinius félagsráðgjafi kynntu vinnuhóp um sértækt hópastarf - óhefðbundið skólaúrræði í Rósenborg. Meðfylgjandi er yfirlitsblað, stutt lýsing á úrræðinu ásamt umsóknareyðublaði og þrepaskiptingu verkefna.

5.Öldrunarráð Íslands - aðalfundur 2015

Málsnúmer 2015050069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Öldrunarráðs Íslands, sem haldinn er í dag 20. maí, í Reykjavík.

6.Öldrunarrými - biðlisti 2015

Málsnúmer 2015020099Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri í búsetudeild, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, lögðu fram til kynningar upplýsingar um stöðuna á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum á Akureyri.

7.Búsetustefna - framkvæmd 2015

Málsnúmer 2015050119Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram minnisblað dagsett 20. maí 2015 um þörf á breytingum á búsetuþjónustu við fólk sem þarf á þjónustu að halda inn á heimili sitt.

Fundi slitið - kl. 16:05.