Erindi dagsett 10. nóvember 2014 frá framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar, fræðslustjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar. Í erindinu er sótt um fjárveitingu að upphæð kr. 7 milljónir á árinu 2015 til verkefnisins "Sérstækt hópastarf" sem er samstarfsverkefni vegna ýmiskonar vanda grunnskólabarna.
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mennréttindadeildar og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra og Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.